Japanskt hvalveiðiskip og skip Sea Shepherd rákust saman

Robert Hunter, skip Sea Shepherd samakanna, fylgir japanska hvalveiðiskipinu Nisshin …
Robert Hunter, skip Sea Shepherd samakanna, fylgir japanska hvalveiðiskipinu Nisshin Maru eftir. Sea Shepherd sendi myndina frá sér. Reuters

Skip Sea Shepherd sam­tak­anna, Robert Hun­ter, lenti tví­veg­is í árekstri við jap­anskt hval­veiðiskip, sem nefn­ist Kai­ko Maru, á hrefnumiðunum í Suður­höf­un­um um helg­ina. Um eins metra löng rifa kom á stefni Robert Hun­ter, að Sea Shepherd. Jap­anska skipið sendi út neyðarkall eft­ir árekst­ur­inn en svaraði ekki boði Sea Shepher­d­manna um aðstoð, sögn Pauls Wat­sons, stofn­anda sam­tak­anna.

Wat­son sagði, að Kai­ko Maru hefði tví­veg­is siglt á Robert Hun­ter í morg­un eft­ir að nátt­úru­vernd­arsinn­arn­ir reyndu að koma í veg fyr­ir að jap­anska skipið kæm­ist að hvala­vöðu.

Wat­son sagði að eng­an um borð hefði sakað. Hann sagði að Kai­ko Maru hefði síðan sent út neyðarkall og áhöfn skips­ins hefði gefið til kynna að eitt­hvað væri að skrúf­unni. Wat­son sagði að áhöfn hans hefði boðist til að senda kafara niður að jap­anska skip­inu en eng­in svör fengið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina