Liðsmenn Sea Shepherd harðlega gagnrýndir

Litaðan reyk leggur frá japanska hvalveiðiskipinu Kaiko Maru, á Rosshafi …
Litaðan reyk leggur frá japanska hvalveiðiskipinu Kaiko Maru, á Rosshafi við Suðurskautslandið. Sea Shepherd sendi myndina frá sér. Reuters

Paul Wat­son, leiðtogi nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna Sea Shepherd, sæt­ir nú harðri gagn­rýni fyr­ir þær aðferðir sem hann beit­ir gegn jap­anska hval­veiðiflot­an­um í Suður­höf­um en skip Shea Shepherd sigldi tvisvar á eitt jap­anska skipið þar í gær. Segja áströlsk og ný­sjá­lensk stjórn­völd, að Sea Shepherd geti valdið málstaði hval­veiðiand­stæðinga mikl­um skaða með aðgerðum sín­um.

Um­hverf­is­ráðherr­ar land­anna tveggja sögðu, að Sea Shepherd-liðar gætu sett manns­líf í hættu með því að reyna að koma í veg fyr­ir hval­veiðar með því að sigla á hval­veiðiskip­in.

Skip Sea Shepherd, Robert Hun­ter, sigldi tví­veg­is á jap­anska skipið Kai­ko Maru, sem sendi frá sér neyðarkall í kjöl­farið vegna þess að skrúfa skips­ins laskaðist. Rifa kom á Robert Hun­ter yfir sjó­línu.

Chris Cart­er, um­hverf­is­ráðherra Nýja-Sjá­land, gagn­rýndi báða aðila fyr­ir heimsku­leg slags­mál. Hann hringdi síðar í Paul Wat­son, stofn­anda Sea Shepherd til að reyna að fá hann ofan af frek­ari aðgerðum.

„Mót­mælaaðgerðir Sea Shepherd hafa gengið of langt," sagði Cart­er og bætti við að manns­líf kynnu að vera í hættu.

Malcolm Turn­bull, um­hverf­is­ráðherra Ástr­al­íu, tók í sama streng og bætti við að þess­ir at­b­urðir kynnu að skaða málstað and­stæðinga hval­veiða.

Glenn Inwood, talsmaður sjáv­ar­spen­dýr­a­rann­sókna­stofn­un­ar Jap­ans, sagði að Sea Shepherd-liðar hefðu hagað sér eins og sjó­ræn­ingj­ar. Skip sam­tak­anna hefðu siglt upp að hvorri hlið jap­anska skips­ins og þannig komið í veg fyr­ir að að það gæti siglt áfram. Sömu aðferð hafi sjó­ræn­ingj­ar beitt í ár­araðir. Þá sagði hann að nátt­úru­vernd­ar­menn hefðu kastað net­um í sjó­inn í þeirri vona að þau flækt­ust í skrúfu jap­anska skips­ins.

Robert Hunter, skip Sea Shepherd, og japanska hvalveiðiskipið Kaiko Maru …
Robert Hun­ter, skip Sea Shepherd, og jap­anska hval­veiðiskipið Kai­ko Maru rek­ast sam­an. Sea Shepherd sendi mynd­ina frá sér. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina