olafur@mbl.is
YFIRMAÐUR danska heraflans, Hans Jesper Helsø hershöfðingi, segist bjartsýnn á að hægt verði að ljúka samningum milli Íslands og Danmerkur um aukið samstarf í varnar- og öryggismálum innan tveggja mánaða. Helsø segist gera ráð fyrir að slíkur samningur muni einkum ná til þátttöku Dana í heræfingum hér á landi og skipta á upplýsingum.
Helsø kom hingað til lands í gærmorgun til skrafs og ráðagerða við íslenzk stjórnvöld og til að sjá með eigin augum aðstæður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, sem ætlunin er að standi flugherjum annarra NATO-ríkja til boða, m.a. í æfingaskyni. Fyrr í vikunni voru hér á landi embættismenn dönsku varnar- og utanríkismálaráðuneytanna, sem ræddu við íslenzk starfssystkin sín og skoðuðu sig um í Keflavík.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.