Laos sækir um aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu

mbl.is/Ómar

Asíu­ríkið Laos hef­ur samþykkt að sækja um aðild að Alþjóðahval­veiðiráðinu og segja jap­ansk­ir emb­ætt­is­menn, að það sé gert að ósk Jap­ana. Árs­fund­ur hval­veiðiráðsins hefst í lok maí í Alaska en óvíst er að aðild Laos taki gildi fyr­ir þann fund.

AFP frétta­stof­an hef­ur eft­ir japönsk­um emb­ætt­is­manni, að Jap­an hafi óskað eft­ir sam­vinnu við Laos um að viðhalda hefðbund­inni menn­ingu, og lík­lega sé ástæðan fyr­ir um­sókn Laos að hval­veiðiráðinu sú, að með því vilji Laos styrkja tengsl­in við Jap­an.

Boua­so­ne Boup­havanh er nú í heim­sókn í Jap­an og hef­ur rætt við ráðamenn um leiðir til að tryggja að japönsk fyr­ir­tæki fjár­festi í Laos.

mbl.is