Dauðir smáhvalir dregnir á Sergelstorg

Grænfriðung­ar stilltu upp dauðum smá­hvöl­um og höfr­ung­um á Serg­el­s­torgi í miðborg Stokk­hólms í gær og vildu með því leggja áherslu á kröf­ur sín­ar um að Alþjóðahval­veiðiráðið hvikaði ekki frá hval­veiðibanni. Árs­fund­ur ráðsins hefst í Alaska í næstu viku.

Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga á Norður­lönd­um, sagði við fjöl­miðla að sænsk stjórn­völd styddu tak­markaðar hval­veiðar í at­vinnu­skyni og það væri óá­byrg afstaða.

Sví­ar greiddu at­kvæði gegn álykt­un um hval­veiðar á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í fyrra. Thom­as Udd­in, talsmaður sænska um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir að sænsk stjórn­völd muni því aðeins fall­ast á at­vinnu­hval­veiðar að vís­inda­nefnd hval­veiðiráðsins styðji þær.

Per Stig Møller, ut­an­rík­is­ráðherra Dana, sagði í gær að þarlend stjórn­völd styðji tak­markaðar og vís­inda­leg­ar hval­veiðar und­ir eft­ir­liti ef þær séu stundaðar á sjálf­bær­an hátt. Grein­inni var beint til breskra stjórn­valda sem hafa sakað Dani um að svíka Evr­ópu­sam­bandið í hvala­mál­inu.

Dav­id Frost, sendi­herra Breta í Dan­mörku skrifaði í gær grein í Politiken þar sem hann bend­ir á að Dan­ir hafi verið eina ESB-ríkið, sem greiddi til­lögu um hval­veiðar at­kvæði í fyrra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina