Takmarkanir settar á norsku hrefnuveiðarnar

Hrefna dregin inn fyrir borðstokkinn á hrefnubát.
Hrefna dregin inn fyrir borðstokkinn á hrefnubát.

Norsk stjórn­völd hafa ákveðið að tak­marka veiðar á hrefnu meðfram norsku strönd­inni við 165 dýr en það er aðeins um fimmti hluti af heild­arkvót­an­um. Norska Fiskeri­bla­det hef­ur eft­ir emb­ætt­is­manni í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu, að þetta sé gert að kröfu vís­inda­nefnd­ar Alþjóðahval­veiðiráðsins.

Blaðið seg­ir, að hrefnu­veiðimenn séu ekki ánægðir með að þurfa að sækja lengra út til að veiða upp í kvóta sinn. Hef­ur blaðið eft­ir Jan Kristian­sen, ein­um hrefnu­veiðimann­in­um, að nú séu þeir bún­ir að fá nóg af af­skipta­semi stjórn­valda.

Fiskeri­bla­det

mbl.is