Ósk um aukinn hvalakvóta Grænlendinga stendur í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Jan Henderson, fulltrúi Nýja-Sjálands á fundi hvalveiðiráðsins, ræðir við japönsku …
Jan Henderson, fulltrúi Nýja-Sjálands á fundi hvalveiðiráðsins, ræðir við japönsku fulltrúana Itsunori Onodera og Kiyomi. AP

Árs­fund­ur Alþjóðahval­veiðiráðsins frestaði í gær­kvöldi að af­greiða til­laga um að svo­nefnd­ur frum­byggja­kvóti Græn­lend­inga verði auk­inn. Græn­lend­ing­ar vilja að hrefnu­kvóti þeirra verði auk­inn úr 175 dýr­um í 200, þeir fái að veiða 19 langreyðar á ári í stað 19 og að auki fái þeir að veiða 10 hnúfu­baka og 2 slétt­baka en hvor­ug þess­ara teg­unda hef­ur verið veidd við Græn­land und­an­farna ára­tugi.

William Hog­ar­th, formaður hval­veiðiráðsins, hvatti Dani, sem fara með mál­efni Græn­lend­inga á fund­in­um, til að end­ur­skoða til­lög­una svo hægt sé að ná mála­miðlun. Amalie Jessen, ann­ar tveggja formanna dönsku sendi­nefnd­ar­inn­ar, sagði að Dan­ir væru til­bún­ir til samn­inga.

Dan­ir hafa sætt harðri gagn­rýni um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka sem segja, að stór hluti hval­kjöts­ins sé selt til rík­is­fyr­ir­tæk­is sem selji kjötið áfram um allt Græn­land. Þess vegna sé ekki hægt að líta á veiðarn­ar sem frum­byggja­veiðar held­ur séu þær veiðar í at­vinnu­skyni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina