Grænlendingar fá aukinn hvalveiðikvóta

Ole Samsing, formaður dönsku sendinefndarinnar á fundi hvalveiðiráðsins.
Ole Samsing, formaður dönsku sendinefndarinnar á fundi hvalveiðiráðsins. AP

Samþykkt var á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í kvöld að auka svo­nefnd­an frum­byggja­veiðikvóta Græn­lend­inga. Samþykkt var með 41 at­kvæði gegn 11 að Græn­lend­ing­ar fái að veiða 200 hrefn­ur og 19 langreyðar á ári. Er það 25 hrefn­um og 9 langreyðum meira en Græn­lend­ing­ar hafa fengið að veiða til þessa á ári. Dan­ir, sem fara með mál­efni Græn­lands í hval­veiðiráðinu, féllu frá til­lögu um að Græn­lend­ing­ar fengju að veiða 2 hnúfu­baka.

Sex­tán þjóðir sátu hjá í at­kvæðagreiðslunni. 3/​4 at­kvæða á fund­in­um þurfti til að til­lag­an teld­ist samþykkt. Sam­kvæmt til­lög­unni fá Græn­lend­ing­ar einnig að veiða tvo Græn­lands­slétt­baka þegar vís­inda­nefnd hval­veiðiráðsins hef­ur farið yfir upp­lýs­ing­ar um ástand þess stofns, en það verður vænt­an­lega ekki fyrr en 2009.

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar lýstu mik­illi óánægju með úr­slit­in og sögðu, að eft­ir­lit Græn­lend­inga með þess­um veiðum væri slakt, þeir stæðu ekki skil á gögn­um og öðrum upp­lýs­ing­um og tryggðu ekki, að hvala­af­urðirn­ar væru aðeins nýtt­ar á svæðum frum­byggja.

Græn­lend­ing­ar sögðust hins veg­ar þurfa á auknu kjöti að halda, allt að 730 tonn­um á ári, vegna þess að þjóðinni fjölgaði ört.

Meðal þeirra þjóða sem studdu til­lög­una voru Bret­ar, Banda­ríkja­menn og Hol­lend­ing­ar. Mónakó, Þýska­land Frakk­land, Ástr­al­ía og Nýja-Sjá­land greiddu at­kvæði gegn til­lög­unni. Suður-Am­er­íku­ríki sátu hjá.

mbl.is