Hrefna veiddist í Faxaflóa

Hrefna dregin upp í hrefnuveiðibát á Íslandsmiðum.
Hrefna dregin upp í hrefnuveiðibát á Íslandsmiðum. AP

Hrefnu­veiðibát­ur­inn Njörður veiddi hrefnu á Faxa­flóa í gær­kvöldi skömmu eft­ir að bát­ur­inn hélt á veiðar á ný. Fram kem­ur á heimasíðu Fé­lags hrefnu­veiðimanna, að kjöt­inu af hrefn­unni verði dreift í versl­an­ir strax um helg­ina.

Fram kom hjá Gunn­ari Berg­mann Jóns­syni, fram­kvæmda­stjóri Hrefnu­veiðimanna ehf., í gær að 28 dýra kvóti væri enn óveidd­ur á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. Ekki væri gert ráð fyr­ir að sá kvóti yrði full­nýtt­ur held­ur yrðu veidd 10-15 dýr núna og síðan 6 dýr í vís­inda­skyni um mánaðar­mót­in ág­úst og sept­em­ber. Það muni duga markaðnum fram á næsta sum­ar.

Kon­ráð Eggerts­son, hval­veiðimaður á Ísaf­irði, seg­ist í sam­tali við frétta­vef­inn bb.is, að hann haldi til hrefnu­veiða um leið og það gef­ur. Seg­ir Kon­ráð að þrátt fyr­ir veður­blíðu að und­an­förnu hafi ekki verið veður til hval­veiða. „Það þarf eig­in­lega að vera al­gjört logn til að maður sjái eitt­hvað, og það spá­ir því ekk­ert næstu daga. En ég fer um leið og gef­ur. Við verðum að fara að veiða, það er allt kjöt búið“, seg­ir Kon­ráð.

mbl.is