Tveimur hrefnum landað í dag

Dröfn við hrefnuveiðar á Steingrímsfirði.
Dröfn við hrefnuveiðar á Steingrímsfirði. mynd/strandir.is

Áhöfn­in á hrefnu­veiðiskip­inu Dröfn RE veiddi tvær hrefn­ur í gær og verður þeim landað á Ísaf­irði í dag. Hrefn­urn­ar voru veidd­ar í tengsl­um við vís­inda­veiðiáætl­un Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og á nú eft­ir að veiða fjög­ur dýr í vís­inda­skyni.

Á heimasíðu hrefnu­veiðimanna seg­ir, að kjötið af dýr­un­um muni fara beina leið í vinnslu og sé stefnt að því að koma kjöt­inu í versl­an­ir fyr­ir helgi.

Enn eru 23 dýr eft­ir af at­vinnu­kvóta Fé­lags hrefnu­veiðimanna, sem út­hlutað var á síðasta ári fyr­ir yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár. Ein­ar K. Guðfins­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sagði í síðustu viku að ekki yrði gef­inn út nýr hval­veiðikvóti fyr­ir at­vinnu­veiðar fyrr en markaðir fyr­ir hval­kjötið hefðu opn­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina