Nýsjálendingar fagna ákvörðun um hvalveiðar

Hvalveiðiskip Hvals.
Hvalveiðiskip Hvals. mbl.is/ÞÖK

Chris Cart­er, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nýja-Sjá­lands, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann fagn­ar þeirri ákvörðun Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að gefa ekki út nýja hval­veiðikvóta fyr­ir at­vinnu­veiðar þar til markaður fyr­ir hvalaf­urðir opn­ast að nýju. Ný­sjá­lend­ing­ar hafa beitt sér mjög gegn hval­veiðum.

„Ný­sjá­lend­ing­ar, og aðrir and­stæðing­ar hval­veiða, hafa sagt í tals­verðan tíma að eft­ir­spurn eft­ir hval­kjöti sé ekki eins mik­il og hval­veiðiþjóðir á borð við Jap­ana hafa haldið fram," seg­ir Cart­er. „Talið er að í Jap­an séu 40 þúsund tonn af hval­kjöti í geymsl­um þótt það hafi verið notað í skóla­mötu­neyt­um og í gælu­dýra­fóður. Það virðist sem nán­ast eng­inn markaður sé fyr­ir hval­kjöt og ef jap­anska rík­is­stjórn­in vill ekki hlusta á sjón­ar­mið vernd­un­ar­sinna mun op­in­ber viður­kenn­ing Íslend­inga á að eng­inn markaður sé fyr­ir kjötið hugs­an­lega hvetja Jap­ana til að hætta „vís­inda­veiðiáætl­un" sinni og láta hvali í Suður­höf­um í friði," seg­ir Cart­er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina