Bretar fagna yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar

Bretar fagna ákvörðun Íslendinga um að gefa ekki út nýjan …
Bretar fagna ákvörðun Íslendinga um að gefa ekki út nýjan hvalveiðikvóta. mbl.is/Árni Torfason

Phil Woolas, um­hverf­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann fagn­ar þeirri yf­ir­lýs­ingu Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að ekki verði gefn­ir út nýir at­vinnu­veiðikvót­ar vegna hval­veiða fyrr en markaðir hafi opn­ast fyr­ir hvalaf­urðir.

Woolas seg­ir, að bresk stjórn­völd hafi orðið fyr­ir mikl­um von­brigðum þegar Íslend­ing­ar gáfu út at­vinnu­veiðikvóta í októ­ber á síðasta ári. Hefði ís­lenska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu verið send form­leg mót­mæli vegna þessa.

Nú seg­ist Woolas fagna yf­ir­lýs­ingu Ein­ars nú. „Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því hug­rekki og þeirri skyn­semi, sem að baki býr og ég vona að þetta já­kvæða skref sé til marks um að bæði at­vinnu­hval­veiðum og ann­ars­kon­ar hval­veiðum verði hætt í framtíðinni," seg­ir hann.

Woolas seg­ir, að Ísland sé mik­il­væg­ur áfangastaður þeirra sem vilji sjá hvali í nátt­úr­unni og ferðamenn, sem ferðist þangað frá öll­um heims­horn­um til að skoða hvali muni fagna þess­ari ákvörðun. „Hval­veiðar munu ekki leng­ur varpa skugga á hvala­skoðun­ar­starf­semi á Íslandi og orðstír lands­ins varðandi ábyrga nýt­ingu þess á sjáv­ar­auðlind­um."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina