Japanskir hvalveiðimenn segja góða eftirspurn eftir hvalkjöti

Japanskir hvalveiðimenn segja stöðuga eftirspurn eftir hvalkjöti í Japan.
Japanskir hvalveiðimenn segja stöðuga eftirspurn eftir hvalkjöti í Japan. mbl.is/Halldór Sveinbjörns

Jap­ansk­ir hval­veiðimenn segja að eft­ir­spurn eft­ir hval­kjöti þar í landi sé mik­il og birgðir litl­ar. Því end­ur­spegli ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda, gefa ekki út hval­veiðikvóta af markaðsástæðum, ekki ástandið á Jap­ans­markaði.

Þá hef­ur Kyodo frétta­stof­an eft­ir Glen Inwood, tals­manni japönsku sjáv­ar­spen­dýra­stofn­un­ar­inn­ar, að Íslend­ing­ar eigi í viðræðum við Jap­ana um að flytja hval­kjöt til Jap­ans.

Chris Cart­er, um­hverf­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, sagði í vik­unni að svo virt­ist sem eng­inn markaður væri fyr­ir hval­kjöt og japönsk­um stjórn­völd­um væri holl­ast að fara að for­dæmi Íslend­inga. Sagði Cart­er að um 40 þúsund tonn af óseldu hval­kjöti væru í Jap­an þrátt fyr­ir til­raun­ir til að dreifa kjöt­inu til skóla­mötu­neyta og nota það í hunda­fóður.

Inwood seg­ir þess­ar töl­ur úr lausu lofti gripn­ar. Um 4000 tonna birg­ir af hval­kjöti séu í land­inu til að tryggja jafnt fram­boð og jafna verð.

mbl.is