Veiðikvóti hrefnuveiðimanna framlengdur

Guðmundur Konráðsson hrefnuveiðimaður á Ísafirði mundar hrefnubyssuna á Halldóri Sigurðssyni …
Guðmundur Konráðsson hrefnuveiðimaður á Ísafirði mundar hrefnubyssuna á Halldóri Sigurðssyni ÍS. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur fram­lengt til 1. nóv­em­ber heim­ild til að veiða 30 dýra hrefnu­kvóta, sem gef­inn var út síðastliðið haust. Að óbreyttu hefði kvót­inn átt að falla niður þegar nýtt fisk­veiðiár hófst í byrj­un sept­em­ber en þá voru 23 hrefn­ur enn óveidd­ar af kvót­an­um.

Reglu­gerð um fram­leng­ing­una var gef­in út 14. sept­em­ber. Fram kem­ur á vef Fé­lags hrefnu­veiðimanna, að hrefnu­bát­ur­inn Hall­dór Sig­urðsson ÍS muni fara út við fyrsta tæki­færi og halda þannig áfram at­vinnu­veiðum Íslend­inga á hrefnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina