Norskir hrefnuveiðimenn veiddu aðeins helming þeirra dýra, sem heimilt var að veiða á vertíðinni á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá norska sjávarútvegsráðuneytinu. Veiðikvótinn var 1052 dýr en alls veiddust 592 dýr. Hér við land náðist ekki í sumar að veiða neitt dýr af kvótanum, sem ákveðinn var á síðasta ári í atvinnuskyni.
Norskir hrefnuveiðimenn segja, að veiðin hafi verið jafn lítil og raun bar vitni vegna þess að við kvótaúthlutununina hafi ekki verið gætt heppilegrar landfræðilegrar dreifingar. Samt var fjöldi þeirra hvala, sem veiða mátti við strendur landsins, aukinn.
Hér við land veiddust 45 hrefnur í sumar, þar af 39 í vísindaskyni og 6 í atvinnuskyni. 23 dýr voru eftir af 30 dýra atvinnuveiðikvóta, sem gefinn var út á síðasta ári. Hrefnuveiðimenn segja aðalástæðuna vera óhagstætt veður.