Hrefnuveiði við Noreg gekk illa

Norsk­ir hrefnu­veiðimenn veiddu aðeins helm­ing þeirra dýra, sem heim­ilt var að veiða á vertíðinni á þessu ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu. Veiðikvót­inn var 1052 dýr en alls veidd­ust 592 dýr. Hér við land náðist ekki í sum­ar að veiða neitt dýr af kvót­an­um, sem ákveðinn var á síðasta ári í at­vinnu­skyni.

Norsk­ir hrefnu­veiðimenn segja, að veiðin hafi verið jafn lít­il og raun bar vitni vegna þess að við kvóta­út­hlut­un­un­ina hafi ekki verið gætt heppi­legr­ar land­fræðilegr­ar dreif­ing­ar. Samt var fjöldi þeirra hvala, sem veiða mátti við strend­ur lands­ins, auk­inn.

Hér við land veidd­ust 45 hrefn­ur í sum­ar, þar af 39 í vís­inda­skyni og 6 í at­vinnu­skyni. 23 dýr voru eft­ir af 30 dýra at­vinnu­veiðikvóta, sem gef­inn var út á síðasta ári. Hrefnu­veiðimenn segja aðalástæðuna vera óhag­stætt veður.

mbl.is