Japanar á leið á hnúfubakaveiðar

Nisshin Maru ásamt skipi Grænfriðunga.
Nisshin Maru ásamt skipi Grænfriðunga. AP

Jap­anski hval­veiðiflot­inn held­ur í nótt af stað frá Shimonoseki í Jap­an til Suður­hafa þar sem áformað er að veiða yfir 1000 hvali í vís­inda­skyni, þar á meðal 50 hnúfu­baka, sem hafa ekki verið veidd­ir frá því á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar. Verk­smiðju­skipið Nis­s­hin Maru, sem laskaðist í eldi á síðustu vertíð, hef­ur nú verið lag­fært og fer með veiðiflot­an­um.

Há­vær gagn­rýni hef­ur komið fram vegna hnúfu­baka­veiðanna og hafa áströlsk stjórn­völd m.a. sagt, að þar í landi yrði litið á slíkt sem ögr­un og yrði til þess fallið að sverta orðstír Jap­ana meðal Ástr­ala.

Og banda­rísku um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­in Sea Shepherd segja, að þau muni líta á veiðar á hnúfu­bök­um sem stríðsyf­ir­lýs­inu.

Á síðustu vertíð reyndu liðsmenn Sea Shepherd hvað þeir gátu til að trufla veiðarn­ar og köstuðu m.a. flösk­um full­um af eit­ur­efn­um að skip­un­um. Eld­ur braust síðar út um borð í Nis­s­hin Maru en bæði Jap­an­ar og Sea Shepherd sögðu að það hefði ekki tengst mót­mæl­un­um. Jap­an­ar ákváðu þá að hætta veiðum þótt aðeins hefði veiðst um helm­ing­ur kvót­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina