Evrópusambandið mótmælir hvalveiðum Japana

Verksmiðjuskipið Nisshin Maru, móðurskip japanska hvalveiðiflotans, lætur úr höfn í …
Verksmiðjuskipið Nisshin Maru, móðurskip japanska hvalveiðiflotans, lætur úr höfn í Shimonoseki á sunnudag. Reuters

Evr­ópu­sam­bandið hvatti Jap­ana í gær­kvöldi til að hætta við vís­inda­veiðar sín­ar á hvöl­um og sagði að veiðarn­ar ógnuðu sum­um hvala­stofn­um í Suður­höf­um. Jap­an­ar áforma að veiða um það bil 1000 hvali í vís­inda­skyni í Suður-Íshafi, aðallega hrefn­ur en einnig hnúfu­baka og langreyðar.

„Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hvet­ur Jap­ana til að end­ur­skoða ákvörðun sína og stöðva veiðarn­ar," seg­ir í til­kynn­ingu frá fram­kvæmda­stjórn­inni.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni, að brott­för jap­anska hval­veiðiflot­ans frá Jap­an á sunnu­dag sé enn meira áhyggju­efni en ella vegna þess að til standi að veiða hnúfu­baka og lan­greiðar, stofna sem alþjóðastofn­an­ir telji að séu í út­rým­ing­ar­hættu.

„Þess vegna er veru­leg hætta á, að jap­anska áætl­un­in dragi úr mögu­leik­um þess­ara teg­unda til að lifa í Suður­höf­um."

Jap­anska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið seg­ir, að leiðang­ur­inn, sem nú er haf­inn, sé stærsti vís­inda­veiðileiðang­ur til þessa. Nauðsyn­legt sé að veiða hvali til að rann­saka mök­un­ar- og fæðumynst­ur teg­und­anna. Gagn­rýn­end­ur segja hins veg­ar, að Jap­an­ar noti vís­inda­veiðarn­ar sem yf­ir­skyn til að stunda veiðar í at­vinnu­skyni.

„Það er eng­in þörf á því, að stunda veiðar til að afla vís­inda­legra upp­lýs­inga um hvali," seg­ir í til­kynn­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins. „Vís­inda­veiðar Jap­ana grafa und­an alþjóðleg­um aðgerðum til að vernda og viðhalda hvöl­um."

Áhöfn Nisshin Maru kvödd við bryggjuna áður en hvalveiðiflotinn hélt …
Áhöfn Nis­s­hin Maru kvödd við bryggj­una áður en hval­veiðiflot­inn hélt til Suður­hafa. Reu­ters
mbl.is