Japanar endurskoða ekki hvalveiðar

Nisshin Maru, móðurskip japanska hvalveiðiflotans, fer frá Shimonoseki í síðustu …
Nisshin Maru, móðurskip japanska hvalveiðiflotans, fer frá Shimonoseki í síðustu viku. Reuters

Japönsk stjórn­völd munu ekki hætta við vænt­an­leg­ar vís­inda­hval­veiðar í Suður­höf­um þrátt fyr­ir þrýst­ing frá öðrum þjóðum. Jap­an­ar sæta nú óvenju harðri gagn­rýni fyr­ir hval­veiðiá­form vegna þess, að til stend­ur að veiða hnúfu­bak í fyrsta skipti í rúma fjóra ára­tugi.

„Rann­sókn­ar­veiðar Jap­ana fara fram eft­ir viðræður við ýms­ar þjóðir," sagði Nobu­taka Machimura, ráðuneyt­is­stjóri jap­anska stjórn­ar­ráðsins þegar hann var spurður um alþjóðlega and­stöðu gegn veiðunum. „Við get­um ekki breytt áætl­un­inni fyr­ir­vara­laust.

Meðal ann­ars hafa Ástr­al­ar, Ný­sjá­lend­ing­ar, Banda­ríkja­menn og Evr­ópu­sam­bandið gagn­rýnt veiðarn­ar. Ástr­al­ar hafa lengi verið helstu and­stæðing­ar hval­veiða og Machimura sagði, að ólík­legt væri að það myndi breyt­ast eft­ir stjórn­ar­skipti þar í landi.

Hval­veiðifloti Jap­ana fór frá Shimonoseki í suður­hluta Jap­ans 18. nóv­em­ber áleiðis til miðanna í Suður­höf­um. Til stend­ur að veiða 50 hnúfu­baka, 50 langreyðar og 935 hrefn­ur.

mbl.is