Umhverfisverndarsinnar ætla að stöðva hvalveiðiskip

00:00
00:00

Skipið Steve Irw­in sem er í eigu nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna Sea Shepherd fór úr höfn frá Mel­bour­ne í Ástr­al­íu í gær í nýrri her­ferð gegn hval­veiðum Jap­ana.  Að sögn ástr­alska frétta­vefjar­ins Sun Her­ald mun skip­inu verða siglt um suður­höf með því mark­miði að stöðva og mót­mæla hval­veiðum Jap­ana.  

Sam­tök­in hafa sætt mik­illi gagn­rýni vegna aðgerða sem þeir beittu gegn jap­anska hval­veiðiflot­an­um fyrr á ár­inu.  Þá sigldu þeir í veg fyr­ir skip Jap­ana og reyndu að hindra að Jap­an­ir kæm­ust á hrefnumiðin. 

Skipið hét áður Robert Hun­ter en fékk nýja nafnið Steve Irw­in, og var nefnt svo til minn­ing­ar um krókó­díla­veiðarann svo­kallaða sem var mik­ill dýra­vernd­un­ar­sinni en lést í fyrra af völd­um stungusárs gadda­skötu.  

Ekkja Steve, Kerri Irw­in, vígði nýja nafnið, og skoraði á Jap­ani að láta af hval­veiðum.  Hún sagði Steve hafa lengi verið stuðnings­mann Sea Shepherd og að hann hafi litið á skip­stjór­ann Paul Wat­son sem hetju. 

mbl.is