Ástralar leiða alþjóðleg mótmæli gegn hvalveiðum Japana

Japanska hvalveiðiskipið Nisshin Maru er á miðunum í Suðurhöfum.
Japanska hvalveiðiskipið Nisshin Maru er á miðunum í Suðurhöfum. Reuters

Ástr­al­ar ætla að vera í far­ar­broddi í alþjóðleg­um mót­mælaaðgerðum gegn hval­veiðum Jap­ana. Eft­ir­lits­skip og flug­vél­ar munu brátt fara frá Ástr­al­íu til að afla gagna um veiðarn­ar með það fyr­ir aug­um, að draga Jap­ana fyr­ir dóm.

Að sögn ástr­alskra fjöl­miðla er rík­is­stjórn lands­ins að kanna hvort raun­hæft sé að höfða mál vega vís­inda­veiða Jap­ana á svæði í Suður­höf­um sem Ástr­alir hafa lýst sem friðað hvala­svæði. 

Stephen Smith, ut­an­rík­is­ráðherra Ástr­al­íu, seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi til­kynnt jap­anska sendi­ráðinu í Can­berra um þessi áform áður en þau voru gerð op­in­ber. Þá hafa Ástr­al­ar mót­mælt veiðunum form­lega og bú­ist er við að fjöldi annarra ríkja geri slíkt hið sama á næstu dög­um.

Jap­an­ar áforma að veiða 1050 hvali í vís­inda­skyni á yf­ir­stand­andi vertíð, þar af 950 hrefn­ur, 50 langreyðar og 50 hnúfu­baka.

Til stóð að Esper­anza, skip Grænfriðunga, færi frá Auckland á Nýja-Sjálandi, á hvalamiðin í dag. Þangað stefn­ir einnig skip Sea Shepherd sam­tak­anna.  

mbl.is