30 ríki mótmæla hvalveiðum Japana

00:00
00:00

Ástr­al­ar fóru fyr­ir hópi 30 ríkja, sem lögðu í gær­kvöldi fram form­leg mót­mæli gegn vís­inda­hval­veiðum Jap­ana í Suður­höf­um. Ástr­al­ar lýstu þó ánægju með, að Jap­an­ar skuli vera hætt­ir við að veiða 50 hnúfu­baka í vet­ur eins og upp­haf­lega var áformað.

„Ástr­alska rík­is­stjórn­in tel­ur víst, að engi trú­verðug rétt­læt­ing sé fyr­ir því að veiða hvali og mun beita sér af afli fyr­ir því að Jap­an­ar hætti hval­veiðum," sagði  Stephen Smith, ut­an­rík­is­ráðherra Ástr­al­íu í yf­ir­lýs­ingu.

Jap­anski hval­veiðiflot­inn er nú í Suður­höf­um þar sem til stend­ur að veiða 935 hrefn­ur og 50 langreyðar.  

Ekki var ljóst hvað fólst í mót­mæl­un­um, sem af­hent voru jap­anska sendi­herr­an­um í Can­berra í gær­kvöldi en ásamt Ástr­al­íu stóðu  Arg­entína, Aust­ur­ríki, Belg­ía, Bret­land, Bras­il­ía, Chile,  Ekvador, fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, Finn­land, Frakk­land, Grikk­land, Hol­land,  Írland, Ísra­el, Ítal­ía, Kosta Ríka, Króatía, Lúx­em­borg, Mexí­kó, Mónakó, Nýja-Sjá­land, Portúgal, San Mar­ino, Slóvakía, Slóven­ía, Spánn, Svíþjóð, Tékk­land,  Úrúg­væ og Þýska­land að aðgerðunum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina