Hvalveiðar Japana dæmdar ólöglegar

00:00
00:00

Al­rík­is­dóm­stóll í Ástr­al­íu hef­ur úr­sk­urðað að hval­veiðar Jap­ana skammt utan við lög­sögu Ástr­ala séu ólög­leg­ar. Í úr­sk­urðinum seg­ir að jap­ansk­ir hval­veiðimenn hafi veitt hvali á yf­ir­lýstu griðasvæði Ástr­ala við Suðurís­hafið.

Alþjóðasam­fé­lagið viður­kenn­ir ekki yf­ir­ráð Ástr­ala á svæðinu sem um ræðir og hyggj­ast jap­ansk­ir hval­veiðimenn veiða þar 1.000 dýr á nýhaf­inni vertíð.

Tekið er fram í dómn­um að komi hval­veiðiskip­in ekki inn fyr­ir 200 mílna lög­sögu Ástr­al­íu sé ómögu­legt að fram­fylgja dómn­um.  

mbl.is