Alríkisdómstóll í Ástralíu hefur úrskurðað að hvalveiðar Japana skammt utan við lögsögu Ástrala séu ólöglegar. Í úrskurðinum segir að japanskir hvalveiðimenn hafi veitt hvali á yfirlýstu griðasvæði Ástrala við Suðuríshafið.
Alþjóðasamfélagið viðurkennir ekki yfirráð Ástrala á svæðinu sem um ræðir og hyggjast japanskir hvalveiðimenn veiða þar 1.000 dýr á nýhafinni vertíð.
Tekið er fram í dómnum að komi hvalveiðiskipin ekki inn fyrir 200 mílna lögsögu Ástralíu sé ómögulegt að framfylgja dómnum.