Liðsmenn Sea Shepherd teknir í gíslingu

Eitt af skipum Sea Shepherd á hvalamiðunum í Suðurhöfum á …
Eitt af skipum Sea Shepherd á hvalamiðunum í Suðurhöfum á síðasta ári.

Sea Shepherd sam­tök­in sökuðu í morg­un áhöfn jap­anska hval­veiðiskips­ins Yus­hin Maru 2 um að taka tvo liðsmenn sam­tak­anna í gísl­ingu.

Segja sam­tök­in áhöfn skips­ins hafa bundið Benjam­in Potts, frá Ástr­al­íu og Bret­ann Gi­les Lane, við mast­ur skips­ins og að hún neiti að láta þá lausa.  Menn­irn­ir eru úr áhöfn báts sam­tak­anna Steve Irw­ine n skip­stjóri hans er Paul Wat­son, formaður sam­tak­anna.

Þeir eru sagðir hafa farið um borð í hval­veiðiskipið með skila­boð til áhafn­ar­inn­ar um að veiðar henn­ar væru ólög­leg­ar. 

Hafa sam­tök­in kraf­ist þess að áströlsk og bresk stjórn­völd hlut­ist til um málið þegar í stað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina