Ásakanir

00:00
00:00

Japönsk stjórn­völd for­dæma aðgerðir fé­laga í nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­un­um Sea Shepherd, sem fóru um borð í jap­anskt hval­veiðiskip í suður­höf­um í gær og eru þar enn. Sea Shepherd seg­ir að mönn­un­um sé haldið gegn vilja sín­um en Jap­an­ar segja að ekki hafi verið hægt að skila mönn­un­um.

Sea Shepherd-liðarn­ir tveir fóru um borð í hval­veiðiskipið til að af­henda skrif­leg mót­mæli gegn hval­veiðum Jap­ana. Sea Shepherd seg­ir að Jap­an­arn­ir hafi neitað að leyfa mönn­un­um að snúa til baka til skips sam­tak­anna fyrr en Sea Shepherd lofi að ógna ekki ör­yggi hval­veiðimanna með aðgerðum.

Jap­an­ar segja hins veg­ar, að hval­veiðiskipið hafi reynt að ná sam­bandi við Sea Shepherd svo hægt væri að skila mönn­un­um. En fram til þessa hafi skip sam­tak­anna ekki svarað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina