Sea Shepherd-liðar látnir lausir

Liðsmenn Sea Shepherd, í rauðum göllum, um borð í japanska …
Liðsmenn Sea Shepherd, í rauðum göllum, um borð í japanska hvalveiðiskipinu. Reuters

Tveir aðgerðasinn­ar úr röðum sam­tak­anna Sea Shepherd eru komn­ir um borð í skip á veg­um ástr­alskra yf­ir­valda, en þeir hafa verið i haldi jap­anskra hval­veiðimanna síðan þeir klifruðu um borð í hval­veiðiskip í Suður­höf­um í fyrra­dag.

Ástr­al­ar sendu skipið Oce­anic Vik­ing, sem er í eig­um ástr­alskra tol­lyf­ir­valda til móts við hval­veiðiskipið og fengu hvalfriðun­ar­sinn­arn­ir svo að fara frá borði.

Ann­ar mann­anna er Ástr­ali en hinn Breti, þeir klifu um borð í hval­veiðiskipið til að af­henda mót­mæli gegn hval­veiðum en voru í kjöl­farið hneppt­ir í varðhald.

Sea Shepherd seg­ir að mönn­un­um hafi verið haldið gegn vilja sín­um en Jap­an­ar segja að ekki hafi verið hægt að skila mönn­un­um.

mbl.is