Tveir aðgerðasinnar úr röðum samtakanna Sea Shepherd eru komnir um borð í skip á vegum ástralskra yfirvalda, en þeir hafa verið i haldi japanskra hvalveiðimanna síðan þeir klifruðu um borð í hvalveiðiskip í Suðurhöfum í fyrradag.
Ástralar sendu skipið Oceanic Viking, sem er í eigum ástralskra tollyfirvalda til móts við hvalveiðiskipið og fengu hvalfriðunarsinnarnir svo að fara frá borði.
Annar mannanna er Ástrali en hinn Breti, þeir klifu um borð í hvalveiðiskipið til að afhenda mótmæli gegn hvalveiðum en voru í kjölfarið hnepptir í varðhald.
Sea Shepherd segir að mönnunum hafi verið haldið gegn vilja sínum en Japanar segja að ekki hafi verið hægt að skila mönnunum.