Fýlusprengjur á hvalamiðunum

Japanskir hvalveiðimenn sprauta vatni á umhverfisverndarsinna.
Japanskir hvalveiðimenn sprauta vatni á umhverfisverndarsinna. Reuters

Fé­lag­ar í um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­un­um Sea Shepherd notuðu „fýlu­sprengj­ur" gegn hval­bát­um í nótt til að trufla veiðar Jap­ana í Suður­höf­um. Fyrr í nótt voru tveir fé­lag­ar í Sea Shepherd flutt­ur frá japönsku hval­veiðiskipi, sem þeir fóru um borð í, yfir í bát áströlsku toll­gæsl­unn­ar.

Paul Wat­son, leiðtogi sam­tak­anna og skip­stjóri Steve Irw­in,  sagði að áhöfn sín hefði haldið áfram aðgerðum gegn hval­veiðiflot­an­um skömmu eft­ir að menn­irn­ir tveir voru flutt­ir úr hval­veiðiskip­inu.  Sagði hann að ráðist hefði verið til at­lögu við skipið Yus­hin Maru með fýlu­sprengj­um. Eft­ir þá árás verði ómögu­legt að vinna á þilfari hval­veiðiskips­ins í tvo sól­ar­hringa.

Jap­an­ar áforma að veiða um 950 hrefn­ur og 50 langreyðar í vís­inda­skyni í Suður­höf­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina