ESB ítrekar andstöðu við hvalveiðar

Japönsk hvalveiðiskip í Suðurhöfum.
Japönsk hvalveiðiskip í Suðurhöfum. Reuters

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur ít­rekað and­stöðu við hval­veiðar Jap­ana og seg­ist styðja breiðfylk­ingu, sem sé að mynd­ast gegn vís­inda­veiðum Jap­ana. Seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá fram­kvæmda­stjórn­inni, að mynd­ir sem birst hafi af hval­veiðum í sjón­varpi ný­lega, minni á að sum­ar þjóðir haldi áfram hval­veiðum und­ir yf­ir­skyni vís­inda.

„Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins verða að taka sam­an hönd­um um að vernda hvali. Fram­kvæmda­stjórn­in hvet­ur aðild­ar­rík­in til að samþykkja sam­eig­in­lega af­stöðu um vernd­un hvala fyr­ir árs­fund Alþjóðahval­veiðiráðsins í júní eins og fram­kvæmda­stjórn­in lagði til í des­em­ber 2007," seg­ir m.a. í til­kynn­ing­unni, sem þeir Stavr­os Di­mas, um­hverf­is­mála­stjóri, og Joe Borg, sem fer með sjáv­ar­út­vegs­mál í fram­kvæmda­stjórn­inni, senda sam­eig­in­lega frá sér.

mbl.is