Hrefnuveiðimenn undirbúa veiðar

Hrefnubáturinn Njörður.
Hrefnubáturinn Njörður.

Hrefnu­veiðimenn eru byrjaðir að und­ir­búa veiðar í sum­ar. Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags hrefnu­veiðimanna, seg­ir að ekki sé búið að gefa út kvóta en fram hafi komið op­in­ber­lega hjá sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að ekki verði staðið í vegi fyr­ir hrefnu­veiðum fyr­ir inn­an­lands­markað og þeir reiði sig á, að við það verði staðið.

Seg­ir Gunn­ar, að hrefnu­veiðimenn hafi á grund­velli þessa keypt nýja sprengiskutla frá Nor­egi og lagt í tals­verðan kostnað til að und­ir­búa veiðarn­ar í sum­ar. Gunn­ar seg­ir, að gert sé ráð fyr­ir að hrefnu­veiðibát­ur­inn Njörður KÓ, sem gerður út frá Kópa­vogi, muni fara til veiða um miðjan maí og verði við veiðar fram í júlí. Bát­arn­ir Dröfn RE og Hall­dór Sig­urðsson ÍS komi síðan til veiða um mitt sum­ar.

Samið hef­ur verið við Kjötvinnsl­una Esju um að sjá um vinnslu, pökk­un og markaðssetn­ingu á kjöt­inu og seg­ir Gunn­ar, að veiðimenn geri sér von­ir um að sal­an auk­ist við þá breyt­ingu. 

Á síðasta ári voru veidd­ar 45 hrefn­ur, þar af 39 vegna vís­inda­verk­efn­is Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og 6 í at­vinnu­skyni. Ekki er gert ráð fyr­ir vís­inda­veiðum í ár og hrefnu­veiðimenn reikna því með at­vinnu­kvóta.

Aðspurður hvort nóg sé af hrefnu við landið sagði Gunn­ar að það væri að minnsta kosti niðurstaða Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Hins veg­ar sé ljóst, að ein­hverj­ar breyt­ing­ar hafi orðið í haf­inu á und­an­förn­um árum, ætið virðist vera dreifðara og hrefn­an sé því meira á far­alds­fæti en áður.

Vef­ur Fé­lags hrefnu­veiðimanna 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina