Alvarleg aðför að hvalaskoðun

Hnúfubakur í hástökki á Faxaflóa.
Hnúfubakur í hástökki á Faxaflóa. mynd/Andri Þór

Eld­ing Hvala­skoðun í Reykja­vík seg­ir, að hrefnu­veiðikvóti í at­vinnu­skyni, sem gef­inn var út í dag, sé al­var­leg aðför að hvala­skoðun við Faxa­flóa. Krefst fyr­ir­tækið þess að stjórn­völd end­ur­skoði ákvörðun­ina.

Í yf­ir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir, að Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar og  Sam­tök hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja hafi und­an­farið fundað með sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, ut­an­rík­is­ráðherra og ráðherra ferðamála, sem hafi lýst áhuga sín­um á að gæta hags­muna hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja og ferðaþjón­ust­unn­ar. Þau orð séu mark­lít­il nú.

„Hrefn­an er helsta sölu­vara í hvala­skoðun­ar­ferðum frá Reykja­vík ásamt höfr­ung­um, hnís­um og hnúfu­bök­um sem einnig sjást í sum­um ferðanna. Talsmaður hrefnu­veiðimanna full­yrðir að 80 til 90% hrefn­anna verði veidd­ar á Faxa­flóa sem mundi stofna okk­ar fyr­ir­tæki í stór­hættu. Á síðasta ári tók­um við á móti rúm­lega 50.000 ferðamönn­um og erum þar með í hópi stærstu ferðajón­ustuaðila lands­ins. Þessi ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra er mikið reiðarslag fyr­ir okk­ar starf­semi," seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir, að full­yrðing tals­manns hrefnu­veiðimanna um að aldrei hafi verið líf­legra en nú í Faxa­flóa sé dæmi um rang­færsl­ur og áróður hrefnu­veiðimanna þar sem sann­leik­ur­inn sé sá, að lífið í Fló­an­um sé með minnsta móti og áber­andi lítið af hrefnu. Það sé líka í sam­ræmi við niður­stöður úr hvala­taln­ingu Haf­rann­sókna­stofn­una síðastliðið sum­ar sem af ein­hverj­um ástæðum hafi ekki verið haldið hátt á lofti.

„Full­trúi sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins hef­ur nú beðið stjórn­anda Eld­ing­ar Hvala­skoðunar í Reykja­vík um upp­lýs­ing­ar um áætlaðar skoðun­ar­ferðir í sum­ar til að geta veitt í „góðri sam­vinnu við fyr­ir­tækið”. Það þykir okk­ur ógn­vekj­andi og bend­ir óneit­an­lega til að ætl­un­in sé að sæta lagi og veiða á milli hvala­skoðun­ar­ferða," seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina