Samfylking ekki fylgjandi hrefnuveiðum

Hrefnuveiðibáturinn Njörður mun væntanlega halda til hvalveiða í dag.
Hrefnuveiðibáturinn Njörður mun væntanlega halda til hvalveiða í dag. mbl.is/Alfons

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að það sé  skýrt á milli ráðherra í rík­is­stjórn­inni að ráðherr­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru ekki fylgj­andi ákvörðun um að gefa út href­inu­veiðikvóta.

„Nú þegar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra tek­ur ákvörðun um út­gáfu reglu­gerðar um hrefnu­veiðikvóta, er það skýrt á milli ráðherra í rík­is­stjórn­inni að ráðherr­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru ekki fylgj­andi þess­ari ákvörðun. Útgáfa reglu­gerðar um hrefnu­veiðikvóta er ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, tek­in í fram­haldi af stefnu sem hann mótaði 2006.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur stjórn­skipu­legt for­ræði á út­gáfu reglu­gerðar sem þess­ar­ar án þess að hún komi til af­greiðslu í rík­is­stjórn. Sem ut­an­rík­is­ráðherra tel ég að verið sé að fórna meiri hags­mun­um fyr­ir minni þrátt fyr­ir að kvót­inn sé minni í ár en fyrri ár. Ég mun á er­lend­um vett­vangi og þar sem þess ger­ist þörf út­skýra þau rök um sjálf­bæra nýt­ingu hrefnu­stofns­ins sem að baki liggja," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar.

mbl.is