Hrefnukvóti gefinn út í dag

Hrefnubáturinn Njörður.
Hrefnubáturinn Njörður.

Hrefnu­veiðimenn segj­ast reikna með að halda til veiða í fyrra­málið, verði veður hag­stætt en reglu­gerð verður gef­in út síðar í dag þar sem heim­iluð verður veiði á 40 dýr­um á þessu ári.

Stefán Ásmunds­son, skrif­stofu­stjóri í land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyti, seg­ir að um sé að ræða fram­hald af þeirri ákvörðun, sem tek­in var árið 2006 þegar ákveðið var að hefja hval­veiðar í at­vinnu­skyni á ný. Ákvörðun um fjölda veiðidýra sé tek­in með til­liti til markaðar­ins og um sé að ræða svipaðan fjölda og verið hafi und­an­far­in ár.

Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags hrefnu­veiðimanna, seg­ir, að hrefnu­bát­ur­inn Njörður KÓ muni hefja veiðarn­ar, vænt­an­lega á morg­un, en gert sé ráð fyr­ir að bát­arn­ir Dröfn RE og Hall­dór Sig­urðsson ÍS haldi til veiða þegar líður á sum­arið.

Samið hef­ur verið við Kjötvinnsl­una Esju um að sjá um vinnslu, pökk­un og markaðssetn­ingu á kjöt­inu og seg­ir Gunn­ar, að veiðimenn geri sér von­ir um að sal­an auk­ist við þá breyt­ingu. 

Á síðasta ári voru veidd­ar 45 hrefn­ur, þar af 39 vegna vís­inda­verk­efn­is Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og 6 í at­vinnu­skyni. Ekki er gert ráð fyr­ir vís­inda­veiðum í ár.

Þegar Stefán var spurður hvort bú­ist væri við hörðum viðbrögðum annarra þjóða vegna kvót­ans nú, sagði hann að sum­ar þjóðir, sem jafn­vel veiðar sjálf­ar hvali, hefðu lýst and­stöðu við slík­ar veiðar en aðrar þjóðir hefðu lýst yfir stuðningi við sjálf­bær­ar veiðar.

Stefán sagðist aðspurður ekki reikna með að hrefnu­veiðarn­ar hefðu nein áhrif á af­stöðu annarra þjóða til fram­boðs Íslands til ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina