Sorgleg ákvörðun um hvalveiðar

Frode Pleym.
Frode Pleym. mbl.is/Ásdís

Talsmaður Grænfriðunga á Norður­lönd­um seg­ir að ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda um að heim­ila áfram­hald­andi at­vinnu­veiðar á hrefnu sé bæði sorg­leg og kjána­leg og eng­in raun­hæf ástæða sé fyr­ir þess­um veiðum.

„Þessi ákvörðun er al­ger­lega óskilj­an­leg. Það er nán­ast eng­inn markaður fyr­ir hval­kjöt á Íslandi, eng­inn mögu­leiki á út­flutn­ingi og veiðarn­ar eru aðeins skaðleg­ar fyr­ir Íslend­inga. Hval­veiðar til­heyra fortíðinni," sagði Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga í Nor­egi.

Spurður hvort Grænfriðung­ar muni grípa til ein­hverra aðgerða vegna hrefnu­veiða Íslend­inga sagði hann að sam­tök­in veittu ekki upp­lýs­ing­ar um slíkt fyr­ir­fram. Hins veg­ar hefðu Grænfriðung­ar und­an­far­in 5 ár reynt að sann­færa ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um að það væri mun fýsi­legra fyr­ir Íslend­inga að veiða ekki hvali. Þá hafi Grænfriðung­ar hvatt stuðnings­menn sína til að fara til Íslands, svo framar­lega sem þar séu ekki veidd­ir hval­ir, og hafi  115 þúsund manns heitið því að heim­sækja Ísland verði veiðum hætt. Þess­ar aðgerðir hafi hins veg­ar reynst ár­ang­urs­laus­ar og sam­tök­in muni nú end­ur­meta stöðuna í því ljósi.

Pleym vísaði einnig til þess, að Ísland sækt­ist nú eft­ir sæti í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna og hval­veiðar í trássi við alþjóðlegt veiðibann, muni ekki styrkja stöðu Íslands í þeirri bar­áttu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina