Njörður heldur til hrefnuveiða

Njörður siglir út úr Kópavogshöfn í dag.
Njörður siglir út úr Kópavogshöfn í dag. mbl.is/G. Rúnar

Hrefnu­veiðibát­ur­inn Njörður KÓ-7 hélt laust fyr­ir há­degið til veiða á Faxa­flóa og er stefnt að því að ná fyrsta dýr­inu inn í kjölvinnslu fyr­ir helg­ina. 40 dýra veiðikvóti var gef­inn út í gær.

Guðmund­ur Har­alds­son, skip­stjóri, sagðist í gær vera  spennt­ur að hefja veiðarn­ar og að veitt yrði fjarri hvala­skoðun­ar­svæðum.

Fé­lag hrefnu­veiðimanna hef­ur samið við Kjötvinnsl­una Esju um vinnslu, pökk­un og markaðssetn­ingu á því sem veiðist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina