Hrefnuveiðimenn ekki farnir af stað

Guðmundur Haraldsson undirbýr Njörð til hrefnuveiða í gær.
Guðmundur Haraldsson undirbýr Njörð til hrefnuveiða í gær. mbl.is/Kristinn

Hrefnu­veiðimenn á Nirði KÓ héldu ekki til veiða í morg­un eins og jafn­vel hafði verið bú­ist við. Að sögn Gunn­ars Berg­manns Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Fé­lags hrefnu­veiðimanna, var verið að taka ís um borð og er bú­ist við að farið verði úr höfn síðar í dag ef veður verður hag­stætt.

Gert er ráð fyr­ir að Njörður leiti að hrefnu í Faxa­flóa. Gunn­ar sagði, að skip, sem voru í fló­an­um í gær, þar á meðal Dröfn RE, sem á að nota til hrefnu­veiða í sum­ar en er nú í öðru verk­efni, hefðu séð tals­vert af hrefnu.

mbl.is