Bandaríkin gagnrýna hrefnuveiðar

Hrefna um borð í Halldóri Sigurðssyni ÍS, sem heldur á …
Hrefna um borð í Halldóri Sigurðssyni ÍS, sem heldur á veiðar síðar í sumar. mbl.is/Jenný

Car­los M. Gutier­rez, viðskiptaráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að það séu slæm­ar fregn­ir að Íslend­ing­ar ætli að hefja hrefnu­veiðar í ágóðaskyni án samþykk­is Alþjóðahval­veiðiráðsins.

„Þetta eru dap­ur­leg­ar frétt­ir. Ísland hef­ur hafið [veiðar] ein­göngu í ágóðaskyni með hagnaðinn ein­an að leiðarljósi, án alls eft­ir­lits aðild­ar­ríkja hval­veiðiráðsins eða sam­ráðs við vís­inda­nefnd þess,“ er haft eft­ir Gutier­rez.

Hvet­ur hann Íslend­inga til að end­ur­skoða ákvörðun­ina um að hefja veiðarn­ar, og taka fullt til­lit til meg­in­sjón­ar­miða ráðsins frem­ur en að gæti ein­göngu að skamm­tíma­hags­mun­um hvala­vinnsl­unn­ar.

Nú „ætt­um við að gera meira til að vernda hval­ina, en þá fara Íslend­ing­ar í þver­öfugua átt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina