Segir Japana hungra í hvalkjöt

Langreyður í Hvalfirði.
Langreyður í Hvalfirði. Morgunblaðið/Ómar

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., seg­ir að sala á hval­kjöti til Jap­ans frá Íslandi og Nor­egi til Jap­ans sé hag­kvæm fyr­ir all­ar þess­ar þjóðir. „Það eru marg­ir hungraðir hval­kjötsunn­end­ur í Jap­an," seg­ir Kristján við frétta­stofu Reu­ters. 

Kristján seg­ist hafa sent 80 tonn af kjöti til Jap­ans. Um er að ræða afurðir af langreyðum, sem veidd­ar voru árið 2006. Þá sendu Norðmenn 5 tonn af hrefnu­kjöti með sömu send­ingu. 

Íslend­ing­ar hafa ekki selt hval­kjöt til Jap­ans frá því í byrj­un tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. Norðmenn hafa ekki selt hval­kjöt til Jap­ans frá því árið 1986 þegar hval­veiðibann Alþjóðahval­veiðiráðsins var sett, að sögn norsks emb­ætt­is­manns. Norðmenn hafa hins veg­ar selt hrefnu­kjöt til Íslands og Fær­eyja.

„Nú hafa út­flytj­end­ur fundið kaup­end­ur í Jap­an," seg­ir  Hal­vard Johan­sen, aðstoðarráðuneyt­is­stjóri norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, við Reu­ters.

Hann seg­ir, að Ísland, Nor­eg­ur og Jap­an viður­kenni ekki skil­grein­ingu CITES sátt­mál­ans um að langreyður og hrefna séu í út­rým­ing­ar­hættu. Seg­ir Johan­sen, að sú skil­grein­ing hafi verð gerð á póli­tísk­um en ekki vís­inda­leg­um for­send­um. CITES sátt­mál­inn bann­ar viðskipti með afurðir dýra og plantna í út­rým­ing­ar­hættu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina