Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti

Fyrsta langreyðin komin á land í Hvalfirði
Fyrsta langreyðin komin á land í Hvalfirði Rax

Banda­rísk stjórn­völd óska eft­ir því við Íslend­inga og Norðmenn að þeir end­ur­skoði ákvörðun sína um að flytja hval­kjöt út til Jap­an. Að sögn tals­manns banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Kurt­is Cooper, eru banda­rísk stjórn­völd afar ósátt við ný­leg­ar fregn­ir um að hval­kjöt hafi verið flutt til Jap­ans frá lönd­un­um tveim­ur. 

Að sögn Cooper telja banda­rísk stjórn­völd að rík­in tvö ættu frek­ar að hafa lang­tíma­hags­muni í huga í stað skamm­tíma­sjón­ar­miða.

Tekið er fram í frétt Her­ald Tri­bu­ne að Condo­leezza Rice, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna hafi komið til Íslands í síðustu viku og átt þar fund með ut­an­rík­is­ráðherra Íslands. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina