Hvalkjötið enn ekki tollafgreitt í Japan

Langreyð skorin í Hvalfirði
Langreyð skorin í Hvalfirði mbl.is/RAX

Grænfriðung­ar gagn­rýna þá yf­ir­lýs­ingu Kristjáns Lofts­son­ar, for­stjóra Hvals hf., í ís­lensk­um fjöl­miðlum að allt hval­kjöt sem unnið hafi verið úr langreyðum hér á landi hafi verið selt til Jap­ans en ekki enn verið tollaf­greitt og því kom­ist það ekki á markað strax.

„Þetta virðist vera til­raun til að kom­ast að því hvort japönsk yf­ir­völd leyfi inn­flutn­ing á hval­kjöti,“ sagði Frode Pleym, talsmaður grænfriðunga í Nor­egi. Hann sagði það „fá­rán­legt“ að ís­lensk­ir og norsk­ir hval­veiðimenn skyldu reyna að flytja út hval­kjöt til Jap­ans því eng­inn markaður væri fyr­ir það þar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina