Hvalkjötsútflutningur hefur ekki áhrif á SÞ-framboð

Mannfjöldi fylgist með þegar langreyður er dregin í land í …
Mannfjöldi fylgist með þegar langreyður er dregin í land í Hvalfirði. mbl.is/RAX

Ein­ar K. Guðfinns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, seg­ist ekki telja að út­flutn­ing­ur hval­kjöts til Jap­ans hafi nein áhrif á fram­boð Íslands til ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna. „Ég lít á það sem fimm­aura­brand­ara hjá þeim sem halda slíku fram," sagði hann.

Ein­ar seg­ir að Hval­ur hf. hafi full­an rétt á að koma sín­um afurðum í verð enda hafi það fal­ist í því að veitt­ur var veiðikvóti til at­vinnu­veiða árið 2006.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hafa sagt, að með hval­kjötsút­flutn­ingi séu Íslend­ing­ar að grafa und­ir til­raun­um for­manns Alþjóðahval­veiðiráðsins til að ná mála­miðlun inn­an ráðsins um hval­veiðar. Ein­ar sagði um það, að Íslend­ing­ar hefðu ekki látið sitt eft­ir liggja árum sam­an að reyna að ná slíkri mála­miðlun en ljóst væri að ekki gæti orðið nein mála­miðlun án þess að hval­ur verði nýtt­ur. Þá væri ljóst, að ef í slíkri mála­miðlun fæl­ist að versl­un með hvala­af­urðir verði ekki heim­il­ar milli ríkja myndi það þjóna hags­mun­um stóru ríkj­anna á kostnað þeirra minni.

mbl.is