Hvetur ríki ESB til að sameinast gegn hvalveiðum

Langreyður við hvalstöðina í Hvalfirði.
Langreyður við hvalstöðina í Hvalfirði. mbl.is/RAX

Stavr­os Di­mas, sem fer með um­hverf­is­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, skrif­ar grein í breska blaðið Daily Tel­egraph í gær þar sem hann hvet­ur aðild­ar­ríki sam­bands­ins til að sam­ein­ast um stefnu í hvala­mál­um fyr­ir árs­fund Alþjóðahval­veiðiráðsins í Chile í lok júní.

„Við sjá­um enn fyr­ir hug­skots­sjón­um okk­ar mynd­ir af hval­hræj­um, sem verið er að draga um borð í skip í Suður­höf­um og það er ljóst að nokk­ur lönd halda áfram hval­veiðum óhindrað. Við get­um ekki setið aðgerðalaus og horft á ónauðsyn­leg­ar veiðar af þessu tagi halda áfram óhindrað," seg­ir Di­mas.

Hann seg­ir, að þótt Evr­ópu­sam­bands­ríki hafi verið í far­ar­broddi þeirra ríkja, sem vilji vernda þessi dýr, hafi rík­in ekki talað einni röddu í hval­veiðiráðinu. Þetta hafi komið í ljós á árs­fund­um ráðsins und­an­far­in ár. Ljóst sé, að hval­veiðiþjóðir muni reyna að nýta sér þenn­an ágrein­ing á árs­fund­in­um nú.

„Evr­ópu­sam­bandið og aðild­ar­ríki þess verða að tala einni röddu á fund­in­um í Chile í júní. Við verðum að hrinda til­raun­um til að hnekkja bann­inu við hval­veiðum í at­vinnu­skyni. Fund­ur­inn í júní má ekki verða upp­haf enda­loka hval­anna," seg­ir Di­mas.

Grein Di­mas

mbl.is

Bloggað um frétt­ina