Trufluðu ekki veiðarnar

Njörður á hrefnuveiðum
Njörður á hrefnuveiðum

Eld­ing II sigldi út á Faxa­fló­ann á miðnætti í nótt og kom að Nirði RE um 16 míl­um fyr­ir utan Reykja­vík með hrefnukálf inn­an­borðs. Um borð í Eld­ingu II var mynda­tökumaður og full­trúi IFAW.  Til­gang­ur ferðar­inn­ar var að fylgj­ast með veiðunum og ná af þeim mynd­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Eld­ingu.

 „Skip­stjóri Eld­ing­ar II hélt sig í 500-1000 metra fyr­ir aft­an Njörð til að hindra ekki veiðarn­ar.  Eng­in átök né sam­skipti voru milli skip­stjórn­ar­manna bát­ana tveggja," seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Eft­ir að hafa gert að hvaln­um sem veidd­ur í gær­kvöld, leit út fyr­ir að áhöfn­in á Nirði ætlaði að halda veiðunum áfram.  Síðdeg­is í dag pakkaði áhöfn­in sam­an og hélt til hafn­ar án þess að hafa veitt ann­an hval, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Eld­ingu.

Neita því að hafa truflað veiðar

Í dag fóru á milli 500-600 manns í hvala­skoðun frá Reykja­vík.  Al­gengt hvala­skoðun­ar­svæði er c.a  8-18 míl­ur út frá Reykja­vík en nokkuð oft kem­ur fyr­ir að það þurfi að fara lengra út en það til að finna hvali.
Full­yrðing­ar hrefnu­veiðimanna að Eld­ing II hafi truflað veiðarn­ar eru alrang­ar, seg­ir í til­kynn­ingu Eld­ing­ar.

Hrefnan dregin um borð
Hrefn­an dreg­in um borð
mbl.is