ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir

Hvalveiðar Íslendinga munu þvælast fyrir í öllum alþjóðlegum samskiptum.
Hvalveiðar Íslendinga munu þvælast fyrir í öllum alþjóðlegum samskiptum. mbl.is/ÞÖK

„Nú hef­ur Evr­ópu­sam­bandið tekið sam­eig­in­lega af­stöðu gegn hval­veiðum," seg­ir Árni Finns­son formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands. Árni hef­ur und­ir hönd­um bréf frá Stavr­os Di­mas, um­hverf­is­stjóra fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem látið er liggja að því að hval­veiðimálið muni þvæl­ast fyr­ir öll­um sam­skipt­um Íslands og ESB.

„Þetta þýðir það að þetta mál mun flækj­ast fyr­ir í sam­skipt­um Íslands við Evr­ópu­sam­bandið og skapa óþarfa vinnu fyr­ir Íslenska diplómata," sagði Árni í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

Árni vitn­ar í Morg­un­blaðsgrein frá­far­andi sendi­herra Bret­lands á Íslandi, Alp Meh­met og seg­ir að þar megi lesa á milli lín­anna að hval­veiðimálið verði tekið upp í öll­um sam­skipt­um við Ísland. „Það þýðir að ís­lensk­ir diplómat­ar þurfi að eyða ofboðslega mikl­um tíma í þetta mál," sagði Árni og tel­ur hann þetta út­skýra and­stöðu ut­an­rík­is­ráðherra og efa­semd­ir for­sæt­is­ráðherra um að hval­veiðar geti svarað kostnaði fyr­ir Ísland sem Árni seg­ist hafa heyrt af.

„Þá er ég ekki að tala um pen­inga­hliðina held­ur að þurfa að eyða svona mikl­um tíma í þetta í alþjóðleg­um sam­skipt­um," sagði Árni að lok­um.


mbl.is