Hvalkjötið enn í tollinum

Hval­kjötið sem Hval­ur hf. flutti til Jap­ans fyrr í sum­ar hef­ur ekki enn verið tollaf­greitt. Ekk­ert inn­flutn­ings­leyfi hef­ur feng­ist frá japönsk­um stjórn­völd­um fyr­ir nærri 80 tonn­um af hval­kjöti.

Um er að ræða afurðir af langreyðum, sem veidd­ar voru árið 2006. Kjötið var sent til Jap­ans í maí á þessu ári og hef­ur verið í frystigeymslu síðan. Þá sendu Norðmenn 5 tonn af hrefnu­kjöti með sömu send­ingu. Íslend­ing­ar hafa ekki selt hval­kjöt til Jap­ans frá því í byrj­un tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: