Vestnorræna ráðið styður hval- og selveiðar

Langreyður í hvalstöðinni í Hvalfirði.
Langreyður í hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/ÞÖK

Vestn­or­ræna ráðið, sem nú sit­ur á fundi í Grund­arf­irði, samþykkti í dag álykt­un þar sem seg­ir, að svo framar­lega sem ákv­arðanir um hval- og sel­veiðar séu tekn­ar á grund­velli vís­inda­rann­sókna og veiðarn­ar ógni ekki viðgangi viðkom­andi dýra­stofna, þá styðji ráðið sjálf­bær­ar veiðar, hvort sem um er að ræða veiðar í at­vinnu­skyni eða vís­inda­skyni.

Í álykt­un­inni seg­ir, að ráðið styðji þess vegna veiðar Fær­eyja, Græn­lands, Jap­ans, Íslands, Nor­egs, Rúss­lands og Banda­ríkj­anna. Ákvarðanir þess­ara landa um hval­veiðar byggi á stefnu um nýt­ingu nátt­úru­auðlinda á sjálf­bær­an hátt og sé einnig hluti af menn­ing­ar­arfi þjóðanna. Þá fari veiðarn­ar fram í sam­ræmi við alþjóðalög.

Vestn­or­ræna ráðið und­ir­strik­ar að það sé ekki aðeins rétt­ur sjálf­stæðra þjóða held­ur einnig skylda að nýta all­ar nátt­úru­auðlind­ir sín­ar á sjálf­bær­an hátt, svo framar­lega sem sú nýt­ing byggi á viður­kennd­um vís­inda­rann­sókn­um.

Vestn­or­ræna ráðið er sam­starfs­vett­vang­ur þinga Fær­eyja, Græn­lands og Íslands. 

mbl.is