Leggja áherslu á hvalveiðar

Vestfirskir útvegsmenn vilja halda áfram hvalveiðum.
Vestfirskir útvegsmenn vilja halda áfram hvalveiðum. mbl.is/ÞÖK

Á aðal­fundi Útvegs­manna­fé­lags Vest­fjarða í dag var samþykkt álykt­un þar sem lögð er áhersla á að hval­veiðum í at­vinnu­skyni verði haldið áfram, bæði á hrefnu og langreyði. 

„Hvorki stofn­ar hrefnu né langreyðar eru í út­rým­ing­ar­hættu og sjálf­bær­ar veiðar í sam­ræmi við til­lög­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar munu ekki ganga um of á þessa stofna að mati vís­inda­nefnd­ar Alþjóða hval­veiðiráðsins. Ráðið sjálft hef­ur enn­frem­ur úr­sk­urðað að hval­veiðar Íslend­inga séu fylli­lega lög­leg­ar.

Til að fram­hald geti orðið á veiðum á langreyði í at­vinnu­skyni þarf að tryggja að út­flutn­ing­ur á hval­kjöti til Jap­an verði að veru­leika, en eng­ar alþjóðleg­ar regl­ur eða lög banna þau viðskipti," seg­ir m.a. í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina