Hrefnukvótinn að klárast

Njörður á hrefnuveiðum.
Njörður á hrefnuveiðum.

Búið er að veiða 37 hrefn­ur af 40 dýra kvóta, sem gef­inn var út fyrr á þessu ári.
Hrefnu­veiðibát­ur­inn Njörður KÓ hef­ur verið að veiðum í Faxa­flóa síðustu daga og kom með þrjú dýr í land á miðviku­dag og tvö í gær. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fé­lagi hrefnu­veiðimanna er stefnt að því að klára kvót­ann í sept­em­ber, en heim­ilt er að veiða út árið 2008.

mbl.is