Reynt að höggva á hnúta í IWC

Bill Hogarth, forseti Alþjóðahvalveiðiráðsins, ræðir við Minoru Morimoto, formann japönsku …
Bill Hogarth, forseti Alþjóðahvalveiðiráðsins, ræðir við Minoru Morimoto, formann japönsku sendinefndarinnar á ársfundi hvalveiðiráðsins í sumar. AP

Vinnu­hóp­ur Alþjóðahval­veiðiráðsins, IWC, fund­ar á Flórída í Banda­ríkj­un­um í vik­unni í þeim til­gangi að reyna að höggva á þá hnúta sem hindra að ráðið virki eins og það á að gera. Stefán Ásmunds­son, ann­ar full­trúi Íslands á fund­in­um, seg­ir að verk­efnið sé að skoða málið frá ýms­um hliðum og niður­stöðurn­ar verði síðan rædd­ar á sér­stök­um auka­fundi á næsta ári.

Á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í Santiago í Chile í sum­ar var samþykkt að koma á vinnu­hópi, sem er ætlað að reyna að finna lausn­ir á efn­is­leg­um ágrein­ingi aðild­ar­ríkja IWC. Fund­ur hóps­ins hófst á Flórída í Banda­ríkj­un­um í gær og hon­um lýk­ur á föstu­dag, en full­trú­ar liðlega 20 ríkja sitja fund­inn.

Stefán Ásmunds­son seg­ir að mjög skipt­ar skoðanir séu inn­an ráðsins og því sé ekki auðvelt að ganga frá sam­eig­in­legu sam­komu­lagi, en á fund­in­um sé verið að reyna að leita leiða til þess að kom­ast að sam­komu­lagi, sem geti tryggt að IWC gegni því hlut­verki sem ráðið eigi að gegna. „Við von­um að það gangi sem best að þoka mál­un­um áfram í viðræðunum í vik­unni,“ seg­ir Stefán.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: