Japanar enn sakaðir um atkvæðakaup í hvalveiðiráði

Fulltrúar á síðasta ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Fulltrúar á síðasta ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. AP

Ástr­alsk­ir stjórn­ar­and­stöðuþing­menn hvetja nú stjórn lands­ins til að standa uppi í hár­inu á Japön­um vegna meintra at­kvæðakaupa þeirra í Alþjóðahval­veiðiráðinu.

Þrjár Afr­íkuþjóðir: Erít­rea, Tans­an­ía og Lýðveldið Kongó hafa ný­lega gengið í ráðið en full­trú­ar allra þess­ara þjóða áttu viðræður við jap­anska ut­an­rík­is­ráðuneytið í Tókýó í mars. Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu jap­anskra stjórn­valda var viðræðunum ætlað að auka skiln­ing ríkj­anna á sjálf­bær­um hval­veiðum Jap­ana.

Ástr­alska dag­blaðið The Age hef­ur eft­ir Greg Hunt, sem fer með um­hverf­is­mál í skuggaráðuneyti stjórn­ar­and­stöðunn­ar, að Kevin Rudd, for­sæt­is­ráðherra, eigi að taka at­kvæðakaupa­málið þegar upp við japönsk stjórn­völd. Svo virðist hins veg­ar, sem áhyggj­ur Rudds af hval­veiðum hafi gufað upp um leið og hann tók við embætti for­sæt­is­ráðherra í lok síðasta árs.

Talsmaður ástr­alska um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir við blaðið, að Ástr­al­ía fagni tæki­fær­inu að hitta ný aðild­ar­ríki hval­veiðiráðsins og ræða síðustu þróun í vís­inda­rann­sókn­um á sjáv­ar­spen­dýr­um. 

Erít­rea er við Rauðahaf. Það er nú í 157. sæti af 177 á lista Sam­einuðu þjóðanna þar sem lönd­um er raðað eft­ir lífs­gæðum. The Age hef­ur eft­ir tals­manni Grænfriðinga, að ekk­ert sé vitað um af­stöðu stjórn­valda í Erít­r­eu til hval­veiða eða ástæður þess, að fá­tækt land­búnaðarríki vilji ganga í Alþjóðahval­veiðiráðið. 

Jap­an­ar hafa oft áður verið sakaðir um að fá smáríki til að ganga í hval­veiðiráðið og greiða þar at­kvæði með hval­veiðiríkj­um gegn ým­is­kon­ar  þró­un­araðstoð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina