Ætla að trufla hvalveiðar

Daryl Hannah og Paul Watson ræða við fréttamenn í Brisbane …
Daryl Hannah og Paul Watson ræða við fréttamenn í Brisbane í vikunni. AP

Paul Wat­son, leiðtogi um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Sea Shepherd, er að búa skip sam­tak­anna und­ir sigl­ingu á hvalamiðin í Suður­höf­um þar sem jap­anski hval­veiðiflot­inn ætl­ar að veiða rúm­ar 900 hrefn­ur og 50 langreyðar í vet­ur. Kvik­mynda­stjarn­an Daryl Hannah verður í áhöfn Wat­sons. 

Skipið Steve Irw­in mun fara frá Bris­bane í Ástr­al­íu á morg­un og er ætl­un­in að trufla hval­veiðar Jap­ana.  Wat­son seg­ir, að áhöfn skips­ins muni ekki leggja líf manna í hættu en hann bú­ist samt við því, að japönsku hval­veiðimenn­irn­ir muni þó ekki verða nein lömb að leika sér við.

Jap­anski flot­inn lagði af stað á miðin í nóv­em­ber. Wat­son ætl­ar að vera kom­inn þangað um miðjan mánuðinn og dvelja þar fram í mars.  

Fé­lög­um í Sea Shepherd og hval­veiðimönn­um hef­ur lent sam­an nokkr­um sinn­um á und­an­förn­um árum. Í fe­brú­ar árið 2007 lenti skip sam­tak­anna í árekstri við hval­veiðiskip. Í janú­ar á þessu ári tókst tveim­ur Sea Shepherd-liðum að kom­ast um borð í hval­veiðiskip og þar var þeim haldið í nokkra daga þar til starfs­menn áströlsku toll­gæsl­unn­ar sótti þá. 

Hval­veiðimenn segja, að nátt­úru­vernd­arsinn­arn­ir kasti reip­um og net­um í sjó­inn og það flæk­ist síðan í skips­skrúf­um. Þá kasti þeir reyk­sprengj­um og úldnu smjöri á hval­veiðiskip­in.  

Hannah, sem hef­ur m.a. leikið í mynd­un­um   Splash og Bla­de Runner, sagði að hægt yrði að stöðva hval­veiðarn­ar ef um­hverf­is­vernd­arsinn­ar tækju hönd­um sam­an og rík­is­stjórn­ir settu lög um hval­veiðibann.  

„Þetta eru einu mennirnir, sem berjast í raun og veru gegn ólöglegum hvalveiðum," sagði hún á blaðamannafundi í Brisbane.  
mbl.is

Bloggað um frétt­ina