„Þetta er aðeins staðfesting þess að hvalkjötið uppfyllir allar þær geysilega ströngu kröfur sem japanskt matvælaeftirlit gerir,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, en innflutningsleyfi fyrir 65 tonnum af hvalkjöti var nýlega gefið út í Japan.
Þetta er mikill sigur fyrir Kristján en hann hefur beðið eftir leyfum í rúma sjö mánuði. Kjötið er af sjö langreyðum sem veiddar voru haustið 2006.